Upplýsingar til stuðningsmanna fyrir leik Sviss og Íslands
Hér er að finna margar hagnýtar upplýsingar fyrir stuðningsmenn Íslands á leik Sviss og Íslands á EM
Leikurinn fer fram á Stadium Wankdorf í Bern, sunnudaginn 6. júlí og hefst hann klukkan 21:00 á staðartíma.
Búist er við um 2000 stuðningsmönnum islands á leikinn.
"Fan zone"
"Fan zone" er staðsett á Bundesplatz sem er miðsvæðis í Bern, "fan zone" opnar á leikdag klukkan 11:30 og er opið til 23:30.
Dj Óli sér um að halda uppi stuðinu fyrir stuðningsmenn Íslands á milli 16:30 og 17:00
Frekari upplýsingar um Bern og "fan zone" má finna hér.
"Fan Walk"
"Fan walk" stuðningsmanna Íslands leggur af stað frá Bundeslatz ("fan zone") stundvíslega klukkan 17:45. Gangan tekur um 90 mínútur og endar við leikvanginn.
Almenningssamgöngur
Frítt er í almenningssamgöngur á leikdag með framvísun miða á leikinn. Miðinn gildir einnig til að komast til baka eftir að leik lýkur.
Miðamál
Miðar ættu að hafa borist til allra þeirra sem keypt hafa miða á leikinn. Miðana er einungis hægt að nálgast í appinu "UEFA mobile tickets".
Smelltu hér til að sjá svör við algengum spurningum er varða miðamál
Hér fyrir neðan eru myndir og kort með hagnýtum upplýsingum fyrir stuðningsmenn.
Áfram Ísland!
ATH "Fan Walk" fyrir leik Sviss og Íslands er hér merkt sem Fan Walk 2 (Fjólublár)