• sun. 06. júl. 2025
  • Landslið
  • A kvenna
  • EM 2025

Tap gegn Sviss

A landslið kvenna tapaði 2-0 gegn Sviss í sínum öðrum leik á EM. Úrslitin þýða að íslenska liðið kemst ekki í 8-liða úrslit. Leikurinn fór fram á Stadion Wankdorf í Bern.

Leikurinn fór af stað með krafti enda voru bæði lið staðráðin í að tryggja sér stig. Sviss komst yfir á 76. mínútu og innsiglaði svo 2-0 sigur á 90. mínútu.

Völlurinn var þétt setinn enda uppselt á leikinn. Alls voru 29.658 stuðningsmenn á vellinum, þar af 2.000 stuðningsmenn Íslands.

Íslenska liðið mætir næst Noregi í síðasta leik riðilsins fimmtudaginn 10. júlí.