• lau. 12. júl. 2025
  • Landslið
  • A kvenna
  • EM 2025

Tap gegn Noregi í síðasta leik EM 2025

A kvenna tapaði 3-4 gegn Noregi í síðasta leik sínum á EM 2025.

Fyrir leikinn var ljóst að Ísland ætti ekki möguleika á að komast í 8-liða úrslit á meðan Noregur var búið að tryggja sér sigur í riðlinum.

Leikurinn fór vel af stað fyrir íslenska liðið og Sveindís Jane skoraði fyrsta mark leiksins strax á 6. mínútu leiksins. Noregur var ekki lengi að jafna metin og tæpum 10 mínútum síðar var staðan orðin jöfn. Norska liðið bætti svo við öðru marki í fyrri hálfleik og Ísland því marki undir í hálfleik. 

Noregur hóf seinni hálfleikinn af krafti og var komið þremur mörkum yfir þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Ísland kom aðeins til baka í lokin. Fyrst skoraði Hlín Eiríksdóttir eftir frábært hlaup Sveindísar Jane og svo skoraði Glódís Perla af vítapunktinum í uppbótartíma. Því var 3-4 tap staðreynd og ferðalaginu liðsins á EM lokið í þetta skiptið.