Breytingar á þjálfarateymi A landsliðs kvenna
Breytingar hafa verið gerðar á þjálfarateymi A landsliðs kvenna.
Aðstoðarþjálfarinn Ásmundur Haraldsson og markmannsþjálfarinn Ólafur Pétursson láta nú af störfum. Báðir hafa þeir verið hluti af þjálfarateymi A landsliðs kvenna um árabil og báðir hafa þeir starfað með íslenska liðinu á þremur stórmótum – EM 2017, EM 2022 og EM 2025.
KSÍ þakkar þeim kærlega fyrir samstarfið öll þessi ár og óskar þeim alls hins besta í komandi verkefnum.
Leit að eftirmönnum Ásmundar og Ólafs er hafin. Ekki verða gerðar aðrar breytingar á þjálfarateyminu.