• fös. 22. ágú. 2025
  • Skrifstofa

Árlegur Norðurlandafundur fór fram á Íslandi

Um liðna helgi fór fram árlegur Norðurlandafundur knattspyrnusambanda á Norðurlöndunum. 

Á fundinum voru framkvæmdastjórar og aðrir stjórnendur ásamt formönnum og stjórnarmeðlimum sambandanna.

Einnig var Matthias Grafström, framkvæmdastjóri FIFA, á fundinum og Stéphane Anselmo frá UEFA. Stéphane kynnti þær breytingar sem hafa orðið á Evrópukeppnum félagsliða karla og hvaða áhrif þær breytingar hafa haft á félög á Norðurlöndunum. Það helsta sem hefur áorkast er að hver leikur hefur meira vægi, við sjáum fleiri stóra leiki fyrr í keppnunum og fleiri lið eiga möguleika á að ná langt. 

Rætt var um alheimsmálin og stöðu fótboltans innan þeirra. Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins hélt erindi um alþjóðamál og tengingu þeirra við fótbolta.

Að fundarhöldum loknum var gestum boðið í heimsókn á Bessastaði.

Næsti Norðurlandafundur verður haldinn í Finnlandi að ári.