• fim. 04. sep. 2025
  • Landslið
  • U21 karla

Tap hjá U21 karla gegn Færeyjum

U21 karla hóf undankeppni EM 2027 með tapi gegn Færeyjum.

Færeyjar skoruðu tvö mörk á fyrstu 15 mínútum leiksins og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. Íslenska liðið minnkaði muninn á 62. mínútu leiksins þegar boltinn fór af varnarmanni Færeyinga og í netið. Íslenska liðið sótti og reyndi að jafna en án árangurs.

Svekkjandi tap og byrjun á undankeppninni hjá liðinu. Næsti leikur þess er á mánudag en þá mætir það Eistlandi í Tallin.