• fös. 05. sep. 2025
  • Mótamál
  • Lengjudeildin

ÍBV Lengjudeildarmeistari kvenna 2025

Lengjudeild kvenna kláraðist í gær, fimmtudag. ÍBV sem tryggði sér titilinn með sigri gegn HK 21. ágúst, vann stórsigur gegn Fylki í lokaumferðinni.

Fyrir leiki gærdagsins áttu Grindavík/Njarðvík og HK bæði möguleika á að komast upp í Bestu deildina ásamt ÍBV. Þessi lið mættust einmitt í lokaumferðinni. Grindavík/Njarðvík byrjaði leikinn betur og náðu þær tveggja marka forystu með tveimur mörkum frá Sophia Faith Romine. HK minnkaði muninn á 35. mínútu með marki frá Loma McNeese. Grindavík/Njarðvík bætti þriðja markinu við þegar Dani Kaldaridou kom boltanum í netið. Ása Björg Einarsdóttir gulltryggði sæti í Bestu deildinni með marki í uppbótartíma.

Fylkir og Afturelding féllu og leika því í 2. deild að ári.

ÍBV eiga markahæsta leikmann deildarinnar og er það Allison Grace Lowrey með 25 mörk.

Lengjudeild kvenna 2025