• fös. 05. sep. 2025
  • Mótamál
  • 4. deild karla

KÁ og KH upp í 3. deild karla

KÁ og KH leika í 3. deild karla sumarið 2026.

Þetta varð ljóst eftir síðustu umferð deildarinnar sem fór fram í vikunni. 

KÁ endar tímabilið taplaust í efsta sæti með 44 stig á meðan KH endaði í öðru sæti með 36 stig.

KFS og Kría þurfa að bíta í það súra epli að falla niður í 5. deild eftir æsispennandi fallbaráttu.