Jafntefli hjá U21 karla gegn Eistlandi
U21 landslið karla gerði 1-1 jafntefli við Eistland í undankeppni EM 2027 í dag, mánudag.
Eistland komst yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 39. mínútu. Tveimur mínútum áður fékk Júlíus Mar Júlíusson sitt annað gula spjald og var því rekinn af velli.
Benóný Breki Andrésson jafnaði metin fyrir Ísland á 87. mínútu og þar við sat.
Ísland er því með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki undankeppninnar.