• mán. 15. sep. 2025
  • Mótamál
  • Lengjudeildin

Þór upp í Bestu deild karla

Mynd - Mummi Lú

Þór tryggði sér sæti í Bestu deild karla með sigri á Þrótti R. í lokaumferð Lengjudeildarinnar.

Fyrir lokaumferðina áttu Njarðvík, Þór og Þróttur R. öll möguleika á að enda í efsta sæti Lengjudeildarinnar. Njarðvík vann 3-0 sigur gegn Grindavík á meðan Þór vann 2-1 sigur gegn Þrótti R. Með sigrinum komst Þór upp í efsta sætið og leikur í Bestu deild karla að ári.

Selfoss og Fjölnir falla hins vegar niður í 2. deild.