Lokaumferð Bestu deildar kvenna fyrir skiptingu
Lokaumferð Bestu deildar kvenna fyrir skiptingu í efri og neðri hluta fer fram á laugardag.
Efstu sex liðin fara í efri hlutann eftir skiptingu á meðan neðstu fjögur liðin fara í neðri hlutann.
Breiðablik er efst í deildinni með 11 stiga forskot á FH. Ásamt þeim eru Þróttur R., Valur og Stjarnan búin að tryggja sitt sæti í efri hlutanum. Hörð barátta er á milli Víkings R. og Þór/KA um síðasta sætið þar. Víkingur R. situr í 6. sæti deildarinnar með 22 stig, en Þór/KA er sæti neðar með 21 stig. Víkingur R. mætir FHL á laugardag á meðan Þór/KA sækir Breiðablik heim.
FHL er nú þegar fallið niður um deild. Baráttan um hvaða lið fylgir þeim er hins vegar hörð. Tindastóll er í 9. sæti með 17 stig og Fram í 8. sæti með 18 stig.
Keppni í efri og neðri hluta deildarinnar hefst laugardaginn 27. september. Lokaumferð efri hlutans fer svo fram laugardaginn 18. október á meðan keppni í neðri hlutanum lýkur laugardaginn 11. október.