eFótbolti - Ísland hefur leik í undankeppni HM 2025 á fimmtudag
Íslenska landsliðið í eFótbolta hefur leik í undankeppni HM 2025 á fimmtudag.
Ísland er í riðli A í undankeppninni og mætir þar Tyrklandi, Englandi, Möltu, San Marínó, Noregi, Tékklandi og Kasakstan.
Í íslenska liðinu eru þeir Aron Þormar Lárusson og Tindur Örvarsson.
Leikirnir fara fram á fimmtudag og föstudag og verða í beinu streymi á Twitch síðu KSÍ. Streymið fer í loftið kl. 16:50.