• mán. 23. maí 2022
  • eFótbolti

eFótbolti - Ísland hefur lokið leik í FIFAe Nations Series

Íslenska landsliðið í eFótbolta er úr leik í undankeppni FIFAe Nations Series, en liðið lék þar á fimmtudag og föstudag.

Ísland var í riðli með Skotlandi, Tékklandi, Slóvakíu, Slóveníu, Póllandi, Ísrael og Kýpur. Sex lið fóru áfram í umspil um sæti í lokakeppninni, en Ísland endaði í sjöunda sæti riðilsins jafnt að stigum og Slóvakía í sjötta sæti. Slóvakía var hins vegar með betri markatölu og fór því áfram í umspil.

Aron Þormar Lárusson og Bjarki Már Sigurðsson léku fyrir hönd Íslands í riðlinum.