Eins marka sigur hjá U17 kvenna gegn Portúgal
U17 kvenna vann 1-0 sigur á Portúgal í seinni leik liðsins á æfingamóti í Portúgal.
Elísa Birta Káradóttir skoraði mark Íslands í leiknum.
Íslenska liðið vann því báða leiki sína á mótinu, en það vann 4-1 sigur gegn Wales á laugardag.