• mán. 29. sep. 2025
  • Landslið
  • U17 kvenna

U17 kvenna mætir Portúgal á mánudag

U17 kvenna mætir Portúgal á mánudag í seinni leik liðsins á þriggja liða æfingamóti í Portúgal.

Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni útsendingu á KSÍ TV í Sjónvarpi Símans.

Portúgal vann Wales 2-0 í fyrsta leik mótsins á meðan Ísland vann Wales 4-1.