• fim. 02. okt. 2025
  • Landslið
  • A kvenna

Amir Mehica nýr markmannsþjálfari A landsliðs kvenna

Amir Mehica hefur verið ráðinn í stöðu markmannsþjálfara A landsliðs kvenna. Áður hafði KSÍ tilkynnt um ráðningu Ólafs Helga Kristjánssonar sem aðstoðarþjálfara og með ráðningu Amirs hefur nú verið fyllt í lausar stöður í þjálfarateyminu. Þorsteinn Halldórsson er sem kunnugt er aðalþjálfari liðsins og Gunnhildur Yrsa er þrekþjálfari.

Amir er reynslumikill þjálfari sem er með UEFA A gráðu í markmannsþjálfun. Hann þjálfaði markverði hjá Aftureldingu um nokkurra ára skeið, þjálfar nú hjá Þrótti R. og mun halda því starfi áfram, og hefur auk þess verið markmannsþjálfari í yngri landsliðum hjá KSÍ síðustu ár.

Fyrsta verkefni Amirs með A landsliði kvenna verða komandi umspilsleikir gegn Norður-Írlandi 24. október ytra og 28. október á Laugardalsvelli.

KSÍ býður Amir velkominn til starfa.

A landslið kvenna