20. Íslandsmeistaratitill Blikakvenna
Það varð ljóst að Breiðablik myndi halda Íslandsmeistaratitlinum í meistaraflokki kvenna eftir að liðið lagði Víking 3-2 á Kópavogsvelli í 3. umferð efri hluta Bestu deildar kvenna á föstudagskvöld. Blikar eru þar með Íslandsmeistarar annað árið í röð, samtals í 20. sinn, og hafa fagnað þeim titli oftar en nokkurt annað félag.
Íslandsmeistarabikarinn verður afhendur Blikum á seinasta heimaleik liðsins eins og venja er (þar sem því verður við komið).