Þrír Íslandsmeistaratitlar á fimm árum
Víkingur R. er Íslandsmeistari í meistaraflokki karla í 8. sinn. Þetta varð ljóst á sunnudagskvöld þegar Víkingar lögðu FH-inga með tveimur mörkum gegn engu í Víkinni, þó tvær umferðir séu eftir af efri hluta Bestu deildar karla. Víkingar hafa þar með unnið Íslandsmeistaratitilinn þrisvar sinnum á síðustu fimm árum.
Íslandsmeistarabikarinn verður afhentur Víkingum á seinasta heimaleik liðsins eins og venja er (þar sem því verður við komið).