• mið. 08. okt. 2025
  • Agamál
  • Besta deildin

Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar frá 7. október leiðréttur

Með úrskurði aga- og úrskurðarnefndar frá 7. október sl. var Markus Lund Nakkim, leikmaður Vals, úrskurðaður í eins leiks bann vegna fjögurra áminninga. Úrskurðurinn hefur verið leiðréttur og leikbann Markus Lund Nakkim afturkallað með vísan til þess að hann átti að fá eina áminningu dregna frá uppsöfnuðum áminningum að loknum 22 umferðum í samræmi við ákvæði gr. 13.1.1 reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar hefur verið leiðréttur á heimasíðu KSÍ.