• þri. 14. okt. 2025
  • Landslið
  • U21 karla

Góður sigur hjá U21 karla

U21 karla vann góðan 2-1 sigur gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2027. 

Ísland komst yfir með marki frá Benoný Breka Andréssyni á 28. mínútu leiksins. Lúxemborg jafnaði metin á 37. mínútu.

Jóhannes Kristinn Bjarnason skoraði sigurmark Íslands á 61. mínútu. Ísland er nú með fimm stig eftir fjóra leiki.

Næsti leikur Íslands er í mars á næsta ári.