• lau. 18. okt. 2025
  • Mótamál
  • Besta deildin

Birta best og Thelma Karen efnilegust

Í dag, laugardag, fór fram lokaumferðin í Bestu deild kvenna þar sem þrír leikir fóru fram.  Breiðablik tók á móti FH og fengu Blikar í leikslok afhentan Íslandsmeistaraskjöldinn og -bikarinn.

Eins og undanfarin ár velja leikmenn í Bestu deildinni besta og efnilegasta leikmann deildarinnar.

Efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna 2025 er Thelma Karen Pálmadóttir, FH. Thelma Karen lék alla 23 leiki FH í Bestu deildinni í sumar og skoraði 8 mörk.

Besti leikmaður Bestu deildar kvenna 2025 er Birta Georgsdóttir, Breiðabliki. Birta lék 21 leik fyrir Blika og skoraði í þeim 18 mörk.

Það hefur verið fastur liður í lok móta að afhenda leikmönnum sem skara fram úr í efstu deild kvenna „Flugleiðahornin“ svokölluðu. Það var Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ sem afhenti þeim Birtu og Thelmu þessa frægu verðlaunagripi að loknum leik Breiðabliks og FH í dag.