• lau. 18. okt. 2025
  • Mótamál
  • Besta deildin

Íslandsmeistarar kvenna hylltir á Kópavogsvelli

Það varð ljóst fyrir nokkru síðan að Breiðablik myndi halda Íslandsmeistaratitlinum í meistaraflokki kvenna. Blikar eru þar með Íslandsmeistarar annað árið í röð, samtals í 20. sinn, og hafa fagnað þeim titli oftar en nokkurt annað félag.

Íslandsmeistaraskjöldurinn og -bikarinn var afhentur Blikum á seinasta heimaleik liðsins eins og venja er, þegar liðið mætti FH í Bestu deildinni á Kópavogsvelli í dag, laugardag.

Innilega til hamingju Blikar!