Þriðja sinn á fjórum árum
Þórður Þorsteinsson Þórðarson er dómari ársins í Bestu deild kvenna samkvæmt niðurstöðu úr árlegri kosningu leikmanna deildarinnar. Þórður, sem var leikmaður um árabil með ÍA, FH og HK áður en hann sneri sér að dómgæslu, var einnig kosinn dómari ársins í Bestu deild kvenna árin 2022 og 2023.
Til hamingju, Þórður!