A kvenna hefur undirbúning í Belfast
A kvenna er komið saman í Belfast í undirbúningi sínum fyrir leikina gegn Norður Írlandi.
Liðin mætast á Ballymena Showgrounds í Ballymena á föstudag og síðan á Laugardalsvelli á þriðjudaginn næsta.
Leikirnir eru í umspili Þjóðadeildarinnar og heldur Ísland sæti sínu í A deild takist liðinu að leggja Norður Íra að velli.
Ísland og Norður Írland hafa mæst fimm sinnum og hefur Ísland unnið alla leikina. Liðin mættust síðast á Pinatar Cup árið 2020 og vann Ísland þann leik 1-0.
Leikurinn á föstudag verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á RÚV. Miðasalan á leikinn á Laugardalsvelli er í fullum gangi á miðasöluvef KSÍ.