• þri. 21. okt. 2025
  • eFótbolti

Ísland tekur þátt í undankeppni HM 2025 í Rocket League

Íslenska landsliðið í rafíþróttum tekur þátt í undankeppni HM 2025 í Rocket League.

Undankeppnin er leikin á fimmtudag og föstudag. Ísland er þar í riðli með Tyrklandi, Hollandi, Grikklandi, Lettlandi og Ítalíu.

Íslenska liðið skipa þeir Stefán Máni Unnarsson, Emil Valdimarsson og Bjarni Þór Hólmsteinsson. Varamenn eru Daníel Ingi Hjaltalín og Karvel Nói Friðjónsson. Þeir Stefán Máni, Emil og Bjarni Þór leika allir með Þór frá Akureyri og eru margfaldir Íslands- og RIG meistarar.

Allir leikir íslenska liðsins verða sýndir í beinni útsendingu á Twitch síðu KSÍ.

Twitch síða KSÍ

Hægt er að lesa frekar úr keppnina á vef keppninnar.

Vefur keppninnar