• fim. 23. okt. 2025
  • Landslið
  • A kvenna

Ísland mætir Norður Írlandi á föstudag

A kvenna mætir Norður Írlandi á föstudag í fyrri leik liðanna í umspili Þjóðadeildarinnar.

Leikurinn fer fram á Ballymena Showgrounds í Ballymena á Norður Írlandi og hefst hann kl. 18:00 að íslenskum tíma. Bein útsending verður frá leiknum á RÚV 2.

Þetta verður í sjötta skipti sem liðin mætast, en Ísland hefur unnið alla fimm leikina til þessa.

Um er að ræða umspil Þjóðadeildarinnar. Ísland endaði í þriðja sæti síns riðils í A deild á meðan Norður Írland endaði í öðru sæti síns riðils í B deild. Liðin sem stendur uppi sem sigurvegari leikur í A deild í undankeppni HM 2027.

Dregið verður í undankeppni HM 2027 þriðjudaginn 4. nóvember. Frekari upplýsingar um undankeppnina má finna á vef UEFA.

Vefur UEFA