• fös. 24. okt. 2025
  • Landslið
  • A kvenna

Tveggja marka sigur í Ballymena

A landslið kvenna vann í kvöld góðan tveggja marka sigur á Norður-Írlandi á Ballymena Showgrounds í nágrenni Belfast.  Um var að ræða fyrri leik liðanna í tveggja leikja umspili um sæti í Þjóðadeild A og liðin mætast að nýju á Laugardalsvelli á þriðjudag.

Íslenska liðið var sterkari aðilinn allan leikinn og sigurinn var nokkuð þægilegur.  Bæði mörkin voru skoruð með skalla eftir fast leikatriði.  Fyrra markið skoraði fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir á 31. minútu eftir aukaspyrnu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og seinna markið skoraði Ingibjörg Sigurðardóttir eftir hornspyrnu, einnig frá Karólínu Leu.

A landslið kvenna

Leikur Íslands og Norður-Írlands á Laugardalsvelli á þriðjudag hefst kl. 18:00.  Miðasala er í fullum gangi á miðasöluvef KSÍ og leikurinn er einnig í beinni útsendingu á RÚV.

Miðasöluvefur KSÍ