• lau. 25. okt. 2025
  • Mótamál
  • Besta deildin

Patrick besti leikmaður Bestu deildar karla

Lokaumferð Bestu deildar karla fer fram um helgina og fyrir leik Víkings og Vals í Víkinni í dag, laugardag, var viðurkenning til besta leikmanns Bestu deildar karla afhent. Sem fyrr eru það leikmenn í Bestu deildinni sem kjósa.

Besti leikmaður Bestu deildar karla 2025 er Patrick Pedersen leikmaður Vals. Patrick lék 19 leiki í deildinni og skoraði í þeim 18 mörk.

Það hefur verið fastur liður í lok móta að afhenda leikmönnum sem skara fram úr í efstu deild karla „Flugleiðahornin“ svokölluðu. Það var Ingi Sigurðsson varaformaður KSÍ sem afhenti Patrick þennan fræga verðlaunagrip fyrir leik Víkings og Vals í dag.