• lau. 25. okt. 2025
  • Mótamál
  • Besta deildin

Skjöldurinn afhentur í Víkinni

Víkingur R. tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla þegar tvær umferðir voru eftir af efri hluta Bestu deildar karla. Þetta er í 8. sinn sem Víkingar vinna titilinn og í þriðja sinn á síðustu fimm árum.

Íslandsmeistaraskjöldurinn og -bikarinn var afhentur Víkingum á seinasta heimaleik liðsins eins og venja er, þegar liðið mætti Val í Bestu deildinni í Víkinni í dag, laugardag.

Víkingar hafa þar með unnið Íslandsmeistaratitilinn þrisvar sinnum á síðustu fimm árum.

Innilega til hamingju Víkingar!