• sun. 26. okt. 2025
  • Mótamál
  • Besta deildin

Guðmundur Baldvin efnilegastur í Bestu deild karla

Lokaumferð Bestu deildar karla fer fram um helgina og eftir leik Stjörnunnar og Breiðabliks á Samsung-vellinum í Garðabæ í dag, sunnudag, var viðurkenning til efnilegasta leikmanns Bestu deildar karla afhent. Sem fyrr eru það leikmenn í Bestu deildinni sem kjósa.

Efnilegasti leikmaður Bestu deildar karla 2025 er Guðmundur Baldvin Nökkvason, Stjörnunni. Guðmundur Baldvin lék 23 leiki fyrir Stjörnuna í Bestu deildinni í sumar og skoraði 7 mörk.

Það hefur verið fastur liður í lok móta að afhenda leikmönnum sem skara fram úr í efstu deild karla „Flugleiðahornin“ svokölluðu. Það var Þorkell Máni Pétursson stjórnarmaður KSÍ sem afhenti Guðmundi þennan fræga verðlaunagrip eftir leik Stjörnunnar og Breiðabliks í dag.