Öruggur þriggja marka sigur
A landslið kvenna vann öruggan þriggja marka sigur á Norður-Írlandi í seinni umspilsleik liðanna um sæti í Þjóðadeild A. Liðin mættust á Þróttarvelli í kvöld, miðvikudagskvöld og var sigur stelpnanna okkar aldrei í hættu.
Fyrsta markið gerði Sveindís Jane Jónsdóttir með skoti úr teignum eftir undirbúning Hlínar Eiríksdóttur og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Hlín jók forystu íslenska liðsins með skallamarki á 58. mínútu og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 73. mínútu.
Þriggja marka sigur Íslands staðreynd og samanlagt 5-0 yfir leikina tvo. Ísland leikur því áfram í Þjóðadeild A.









