• fös. 31. okt. 2025
  • Landslið
  • A kvenna

Dregið í undankeppni HM 2027 á þriðjudag

Dregið verður í undankeppni HM 2027 á þriðjudag.

Drátturinn hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með honum á vef UEFA.

Undankeppnin verður leikin í febrúar/mars, apríl og júní 2026.

Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki í drættinum, en fjögur lið verða í hverjum riðli.

Sigurlið hvers riðils í A deild kemst beint á HM 2027 en liðin í öðru, þriðja og fjórða sæti fara í umspil með liðum úr B- og C-deildunum þar sem sjö sæti á HM verða í boði og auk þess eitt sæti í umspili milli heimsálfa.

Frekar upplýsingar um skipulag undankeppninnar má finna á vef UEFA

Vefur UEFA

Hér að neðan má sjá styrkleikaflokkana fjóra.

Flokkur 1

Frakkland

Þýskaland

Spánn

Svíþjóð

Flokkur 2

Holland

England

Ítalía

Noregur

Flokkur 3

Danmörk

Austurríki

Ísland

Pólland

Flokkur 4

Slóvenía

Serbía

Úkraína

Írland