Lúðvík stýrir U21 karla gegn Lúxemborg
Eins og knattspyrnuáhugafólki er eflaust kunnugt um þá hætti Ólafur Ingi Skúlason sem þjálfari U21 landsliðs karla fyrr í mánuðinum að eigin ósk.
Framundan í nóvember er einn leikur í undankeppni EM og mun Lúðvík Gunnarsson aðstoðarþjálfari U21 landsliðs karla stýra liðinu í því verkefni. Honum til aðstoðar verður Ólafur Helgi Kristjánsson.  Umræddur leikur er útileikur gegn Lúxemborg 13. nóvember næstkomandi og verður leikmannahópurinn opinberaður á miðvikudag.
Leit að nýjum þjálfara U21 liðsins stendur yfir og mun KSÍ tilkynna um leið og þau mál skýrast.









