• þri. 04. nóv. 2025
  • Landslið
  • A kvenna
  • HM 2027

Ísland í riðli A3 í undankeppni HM 2027

A kvenna er í riðli A3 í undankeppni HM 2027.

Þar mætir liðið Spáni, Englandi og Úkraínu.

Leikirnir verða leiknir í febrúar/mars, apríl og júní 2026. Þau fjögur lið sem vinna sína riðla í A deild undankeppninnar fara beint á HM 2027 sem haldin verður í Brasilíu. Önnur lið A deild fara áfram í umspil sem leikin verða í október og nóvember/desember 2026.