Leikdagar í undankeppni HM 2027
Mynd - Hulda Margrét Óladóttir
UEFA hefur staðfest leikjaniðurröðun í riðli A kvenna í undankeppni HM 2027.
Ísland er þar í riðli með Spáni, Englandi og Úkraínu. Leikið verður í mars, apríl og júní.
Ísland byrjar á tveimur útileikjum í mars, gegn Spáni og Englandi. Tveir heimaleikir verða í glugganum í apríl, gegn Úkraínu og Englandi. Liðið endar svo á útileik gegn Úkraínu og heimaleik gegn Spáni í júní.
Leikjaniðurröðun
3. mars
Spánn - Ísland
7. mars
England - Ísland
14. apríl
Ísland - Úkraína
18. apríl
Ísland - England
5. júní
Úkraína - Ísland
9. júní
Ísland - Spánn









