• fös. 07. nóv. 2025
  • Landslið
  • U17 kvenna

U17 kvenna mætir Færeyjum á laugardag

U17 kvenna mætir Færeyjum á laugardag í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2026.

Ísland er þar í þriggja liða riðli í B deild undankeppninnar og mætir Slóveníu svo á þriðjudag. Slóvenía vann Færeyjar 3-1 á miðvikudag. Það lið sem endar í efsta sæti riðilsins fer upp í A deild fyrir seinni umferð undankeppninnar.

Mótið á vef KSÍ

Leikurinn á laugardag hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá honum á vef UEFA.

Vefur UEFA

Leikurinn gegn Slóveníu á þriðjudag verður sýndur í beinni útsendingu á vegum Slóveníu.