U17 kvenna upp í A deild undankeppninnar
U17 kvenna tryggði sér sæti í A deild undankeppni EM 2026 þegar liðið vann 3-0 sigur gegn Slóveníu.
Ísland vann báða leiki sína í riðlinum og endar því í efsta sæti hans. Anna Heiða Óskarsdóttir, Hafrún Birna Helgadóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum.
Dregið verður í seinni umferð undankeppninnar 11. desember.




.00_00_05_06.Still001.bmp?proc=760)


