• mið. 12. nóv. 2025
  • Landslið
  • U21 karla

U21 karla mætir Lúxemborg á fimmtudag

U21 karla mætir Lúxemborg á fimmtudag í undankeppni EM 2027.

Leikurinn fer fram á Emile Mayrisch í Lúxemborg og hefst hann kl. 18:30 að íslenskum tíma.

Bein útsending verður frá leiknum á Sýn Sport.

Ísland er með fimm stig í fjórða sæti riðilsins eftir að hafa leikið fjóra leiki. Lúxemborg er á botni riðilsins með eitt stig eftir þrjá leiki.