U19 karla með sigur á Andorra
U19 karla vann góðan 3-0 sigur á Andorra í öðrum leik liðsins í fyrri umferð undankeppni EM 2026.Gunnar Orri Olsen skoraði tvö mörk í leiknum og Viktor Bjarki Daðason eitt.
Ísland mætir Rúmeníu á þriðjudag í lokaleik sínum í riðlinum og verður sá leikur í beinni útsendingu á Youtube síðu rúmenska knattspyrnusambandsins.







