• mán. 17. nóv. 2025
  • Fræðsla

Súpufundur - SKORA rannsóknin

Miðvikudaginn 26. nóvember kl. 12:00 – 13:00 býður KSÍ og Íþrótta- og heilsufræði Háskóla Íslands upp á súpufund í fundarsal ÍSÍ í Laugardalnum. Viðfangsefnið er SKORA Rannsóknin.

SKORA-rannsóknin er fyrsta langtímarannsókn sinnar tegundar á stúlkum í knattspyrnu á Íslandi. Markmiðið er að kanna líkamlegan þroska, frammistöðu, andlega og félagslega líðan ungra knattspyrnustúlkna og hvernig þessir þættir tengjast þjálfun og þróun í íþróttinni. Rannsóknin fylgir stúlkum frá 11-12 ára aldri og safnar gögnum með líkamlegum mælingum, knattspyrnuprófum og spurningalistum. Niðurstöður munu styðja við markvissari þjálfun, betri forvarnir og aukinn skilning á þáttum sem hafa áhrif á áframhaldandi þátttöku stúlkna í knattspyrnu.

Frítt er á viðburðinn og súpa í boði fyrir þau sem mæta.

Fyrirlesturinn veitir öllum þjálfurum sem eru með KSÍ/UEFA þjálfaragráður, 2 endurmenntunarstig ef þeir eru viðstaddir.
Fyrirlesturinn verður tekinn upp og hægt er að fá hann sendan að honum loknum.
Möguleiki er að fá 2 endurmenntunarstig ef fólk horfir á fyrirlesturinn og svarar tveimur léttum spurningum úr fyrirlestrinum í tölvupósti á arnarbill@ksi.is.

Skráning á súpufundinn er hér, bæði fyrir þau sem mæta og þau sem vilja fá fyrirlesturinn sendan: Smelltu hér til að skrá þig

Smelltu hér til að sjá dagskrána