• mán. 17. nóv. 2025
  • Landslið
  • U19 karla

U19 mætir Rúmeníu á þriðjudag

U19 lið karla mætir Rúmeníu á þriðjudag í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2026.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður hann í beinu streymi á Youtube.

Ef Ísland vinnur sigur í leiknum kemst liðið áfram í milliriðil og mun eiga möguleika á sæti í úrslitakeppni EM 2026. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðil.

Rúmenía og Finnland eru bæði með fjögur stig, Ísland er með þrjú stig og Andorra er án stiga.