U19 kvenna mætir Danmörku á miðvikudag
U19 kvenna hefur leik í fyrri umferð undankeppni EM 2025 á miðvikudag.
Þá mætir liðið Danmörku, en riðill Íslands er leikinn í Portúgal. Leikurinn á miðvikudag hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu á vef UEFA.
Ísland mætir einnig Portúgal og Kosóvó í riðlinum. Þetta eru fyrstu leikir liðsins eftir að Halldór Jón Sigurðsson tók við þjálfun liðsins.
Það lið sem endar í neðsta sæti riðilsins fellur í B deild fyrir seinni umferð undankeppninnar. Þau lið sem vinna sína riðla í A deild í seinni umferð undankeppninnar komast áfram í lokakeppnina sem haldin verður Bosníu og Hersegóvínu 27. júní - 10. júlí.
.jpg?proc=1152)
.jpg?proc=760)
.jpg?proc=760)



.jpg?proc=760)
