Nýtt mótakerfi og nýr vefur í vinnslu
KSÍ er um þessar mundir í því verkefni að skipta um mótakerfi og samhliða því að smíða nýjan vef, auk þess að taka í notkun sérstakt app fyrir fylgjendur íslenskrar knattspyrnu. Þessu umfangsmikla verkefni fylgja ýmsar tímafrekar aðgerðir eins og yfirfærsla gagna og smíði og prófun gagnatenginga. Af þeim sökum kann að vera að ákveðnar gagnabirtingar og síður á núverandi vef KSÍ virki ekki sem skyldi og óskar KSÍ eftir biðlund notenda hvað það varðar. Verkefnið er sem fyrr segir afar umfangsmikið.
Nýtt mótakerfi (COMET) er að mörgu leyti bylting í starfi KSÍ og félaganna og nýr vefur KSÍ verður glæsilegur með ýmsa áhugaverða virkni. Allt verður þetta keyrt í gang eins fljótt og hægt er og kynnt vel og vandlega, en eins og í stórum verkefnum er yfirleitt best að fara sér að engu óðslega.
Hafið endilega samband við ksi@ksi.is ef spurningar vakna.





