Mótsmiðasala hefst 3. desember
Mótsmiðasala á heimaleiki A landsliðs kvenna í undankeppni HM 2027 hefst miðvikudaginn 3. desember klukkan 12:00 á midasala.ksi.is. Tryggðu þér mótsmiða og þín sæti á alla heimaleiki vorsins hjá stelpunum okkar!
Tilvalin gjöf í jólapakkann!
Ísland hefur leik í undankeppni HM 2027 á leikjum gegn Englandi og Spáni ytra í mars. Fyrstu heimaleikir liðsins í keppninni verða svo í apríl þegar Úkraína og Evrópumeistararnir England koma í heimsókn. Ísland mætir Úkraínu þriðjudaginn 14. apríl og Englandi laugardaginn 18. apríl. Seinasti heimaleikur liðsins í riðlinum verður svo gegn heimsmeisturum Spánar þriðjudaginn 9. júní.
Mótsmiði gildir á alla heimaleiki Íslands í keppninni. Með mótsmiða tryggir kaupandinn sér sömu sæti á öllum leikjunum.
Með kaupum á mótsmiða fæst 20% afsláttur af miðum í almennri miðasölu. Hægt verður að kaupa miða í mismunandi verðflokkum, frá kr. 10.776 upp í kr. 16.776, fyrir alla þrjá leikina, sem fyrr með 50% afslætti fyrir 16 ára og yngri.
Miðasala á staka leiki verður kynnt þegar nær dregur hverjum leik.
Heimaleikir Íslands í undankeppni HM 2027:
- Ísland - Úkraína 14. apríl
- Ísland - England 18. apríl
- Ísland - Spánn 9. júní
Mætum á völlinn - Áfram Ísland


