Frá fundi formanna og framkvæmdastjóra
Húsfyllir var á hinum árlega fundi formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga sem fram fór 29. nóvember síðastliðinn í höfuðstöðvum KSÍ að Laugardalsvelli. Meðal erinda og umfjöllunarefna má nefna fjármál félaga í UEFA-mótum, framkvæmdir á Laugardalsvelli, mótamál, markaðsmál, skattamál, lög og reglugerðir, veðmál og siðareglur og loks voru kynntar tillögur KSÍ varðandi þátttökugjöld og ferða- og uppihaldskostnað dómara.
Smellið hér að neðan til að skoða glærukynningar og upptöku frá fundinum.
Glærukynningar
“Club Competitions”, fjármál félagsliða í Evrópukeppnum - Stephane Anselmo (UEFA Head of Competitions Strategic Development) og Tobias Hedtstuck (UEFA Chief of Club Competitions & Calendar).
Framkvæmdir á Laugardalsvelli - Staðan og framtíðarsýn (Hannes Frímann Sigurðsson verkefnastjóri) (timelapse myndband)
Mótamál (Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ)
Þátttökugjöld og ferða- og uppihaldskostnaður dómara (Ingi Sigurðsson varaformaður KSÍ)
Reglugerðarbreytingar (Axel Kári Vignisson lögfræðingur KSÍ)
Veðmál og siðareglur (Axel Kári Vignisson lögfræðingur KSÍ)
Skattamál (Jónas Gestur Jónasson frá Deloitte)
Upptaka











