• fös. 19. des. 2025
  • Landslið
  • A kvenna

Greiðslur frá UEFA til félagsliða vegna EM kvenna 2025

Knattspyrnufélög sem áttu leikmenn í landsliðshópum á EM A landsliðs kvenna í Sviss í sumar sem leið fá greiðslu frá UEFA vegna þátttöku þeirra leikmanna í úrslitakeppninni.

UEFA hefur nú birt upplýsingar um greiðslurnar og hvaða félagslið það eru sem þær hljóta.  Þrjú íslensk félagslið hljóta greiðslur frá UEFA – Breiðablik, Þór/KA og Valur.

  • Breiðablik 59.130 evrur
  • Þór/KA 21.900 evrur
  • Valur 43.800 evrur

Skoða nánar á vef UEFA