• fös. 09. jan. 2026
  • Skrifstofa

Innleiðing á nýju móta- og upplýsingarkerfi

KSÍ hefur unnið að því í töluverðan tíma að undirbúa innleiðingu á nýju móta- og upplýsingakerfi sambandsins ásamt uppsetningu á nýrri heimasíðu. Þessar vikurnar erum við í lokafasa innleiðingar á nýja kerfinu og því miður erum við í ákveðnu millibilsástandi þar sem allar leikskýrslur eru unnar í nýja kerfinu en ný vefsíða er ekki komin í loftið.

Við vonumst til að koma nýju síðunni í loftið á allra næstu dögum og þá munu leikjalistar, stöðutöflur og leikskýrslur verða aðgengileg aftur.

Við hlökkum mikið til að kynna fyrir ykkur nýjan vef KSÍ ásamt sérstöku móta-appi en þangað til þetta verður opnað biðjum við fólk um að sýna okkur þolinmæði.