Samferða með KSÍ

Verum Samferða ...

KSÍ starfaði á árinu 2020 að sérstöku vitundarátaki með góðgerðarsamtökunum Samferða undir heitinu Samferða með KSÍ. Hlutverk KSÍ var að koma verkefninu og Samferða sem best á framfæri í gegnum miðla KSÍ og viðburði eins og við á. Markmiðið með átakinu var að vekja athygli á starfsemi Samferða og jafnframt að minna almennt á mikilvægi góðgerðarsamtaka í okkar samfélagi.  

Samferða eru góðgerðarsamtök sem m.a. aðstoða fólk og fjölskyldur fjárhagslega, fólk sem hefur orðið fyrir veikindum og áföllum í lífinu, hvort sem þau áföll eru tengd veikindum hjá foreldrum eða börnum. Öll starfsemi Samferða er unnin í sjálfboðaliðavinnu, með engri yfirbyggingu, og hver króna sem kemur inn fer á þann stað sem hún á að fara. Eins og segir á Facebook-síðu samtakanna:  "Tilgangur Samferða Foundation er fyrst og fremst sá að láta gott af sér leiða án nokkurs kostnaðar."

KSÍ hvetur fólk til þess að kynna sér starfsemi Samferða, heimsækja Facebook-síðu samtakanna og hjálpa Samferða að láta gott af sér leiða til þeirra í okkar samfélagi sem þurfa á hjálp að halda. 

Viltu vera samferða?

Fara á Facebook-síða Samferða

Senda tölvupóst á Samferða