Um fræðsludeild KSÍ

Fræðslustjóri: 
Arnar Bill Gunnarsson
Beinn sími: 
510-2978
GSM: 
896-5988
Fax: 
568-9793
Tölvupóstur: 
arnarbill@ksi.is 

Starfsmaður í fræðslumálum:
Dagur Sveinn Dagbjartsson
Beinn sími:
510-2977
GSM:
699-0722
Fax: 
568-9793
Tölvupóstur:
dagur@ksi.is

NAFNSTARFSHEITINETFANGSÍMIGSM
Gunnar Már Guðmundsson
Örn Ólafssonorn@hi.is862 1931
Sigurður Þórir Þorsteinssonsigurdurth@bhs.is861 9401
Ragnhildur SkúladóttirFormaðurragnhildur@isi.is863 4767
Guðni Kjartanssongudnikj@gmail.com864 9218

Maí 2009

Starfsreglur fyrir fræðslunefnd KSÍ

1.gr.

Fræðslunefnd KSÍ starfar samkvæmt lögum KSÍ og reglugerð um knattspyrnuþjálfara og leysir úr málum eftir ákvæðum þeirra laga og reglna. Fræðslunefnd skal skipuð a.m.k. 5 mönnum, sem stjórn KSÍ tilnefnir. Formaður nefndarinnar skal sitja í stjórn KSÍ en að öðru leyti skiptir nefndin með sér verkum. Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands skal tilnefna einn fulltrúa í nefndina.

2.gr.

Nefndin skal koma saman þegar þurfa þykir en að jafnaði eigi sjaldnar en annan hvern mánuð. Formaður boðar til funda og stýrir þeim. Starfsmaður nefndarinnar annast útsendingu fundarboðs með dagskrá og heldur fundargerð sem hann sendir afrit af til nefndarmanna og framkvæmdastjóra KSÍ. Erindi til nefndarinnar skal vera skriflegt og það sent til starfsmanns hennar á skrifstofu KSÍ sem tekur það til afgreiðslu.

3.gr.

Fræðslunefnd hefur umsjón með og skipuleggur fræðslumál KSÍ og annast sér í lagi menntun knattspyrnuþjálfara og leiðtoga. Nefndin skal vera einnig vera vettvangur nýrra hugmynda og þróunar í íslenskri knattspyrnu.

4.gr.

Helstu verkefni fræðslunefndar eru eftirfarandi:

 • Að hafa umsjón með menntun knattspyrnuþjálfara.
 • Að halda reglulega námskeið fyrir knattspyrnuþjálfara.
 • Að hafa umsjón með menntun kennara á þjálfaranámskeiðum KSÍ.
 • Að halda skrá yfir alla þá sem lokið hafa þjálfaramenntun hér á landi eða erlendis.
 • Að annast endurmenntun þjálfara.
 • Að gæta þess að kröfur í þjálfunarsáttmála UEFA séu uppfylltar.
 • Að halda gagnagrunn um íslenska knattspyrnuþjálfara.
 • Að fylgja eftir stefnuyfirlýsingu KSÍ um þjálfun barna og unglinga og annast endurskoðun hennar.
 • Að stuðla að útrýmingu fordóma og mismununar í knattspyrnu hvort heldur sem er á grundvelli, útlits, kynferðis, kynþáttar, litarháttar, kynhneigðar, skoðana, trúar, fötlunar, efnahags eða annarra aðstæðna.
 • Að hafa umsjón með útgáfu fræðsluefnis um knattspyrnu og knattspyrnuþjálfun.
 • Að hafa umsjón með útgáfu og endurskoðun Kennslu- og æfingaskrár KSÍ.
 • Að standa fyrir leiðtogamenntun og annast útgáfu námsefnis.
 • Að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi með áherslu á samstarf Norðurlanda.
 • Að afla og miðla upplýsingum um þjálfun og námskeið erlendis.
 • Að vera umræðuvettvangur um framfarir og þróun í íslenskri knattspyrnu.
 • Að standa fyrir rannsóknum í tengslum við íslenska knattspyrnu og knattspyrnuþjálfun.
 • Að vera aflvaki nýrra hugmynda og þróunar í íslenskri knattspyrnu.
 • Að standa fyrir samstarfi við landsliðsþjálfara Íslands og efna til funda þeirra á meðal a.m.k. einu sinni á ári.

5.gr.

Fræðslunefnd skal annast önnur þau störf, sem stjórn KSÍ kann að fela henni á hverjum tíma.

6.gr.

Stjórn KSÍ sker úr öllum ágreiningsatriðum, sem kunna að rísa út frá reglum þessum.

7.gr.

Starfsreglur þessar taka þegar gildi og falla þar með úr gildi eldri starfsreglur fræðslunefndar KSÍ.

Samþykkt af stjórn KSÍ 23. apríl 2007

1.gr. Almenn ákvæði 

1.1. Allir þjálfarar skulu hafa fullnægjandi og viðeigandi menntun til þeirra þjálfarastarfa sem þeir vinna.
1.2. Skilgreining á hlutverki aðalþjálfara: Aðalþjálfari skipuleggur og stjórnar æfingum flokksins sem hann þjálfar og er viðstaddur leiki liðsins. Hann er ábyrgur fyrir knattspyrnulegri stjórnun flokksins og ber faglega ábyrgð á starfi og árangri hans.

2.gr. Menntunarkröfur 

2.1. Félög skulu gera kröfur til þjálfara sinna um menntun samkvæmt eftirfarandi:

Þjálfun Námskeið skv. kennsluskrá KSÍ 
Pepsi-deild karla, 1. deild karla og Pepsi-deild kvenna UEFA Pro gráða eða KSÍ A gráða 
2. deild karla, 3. deild karla, 1. deild kvenna og 2. flokkur KSÍ B gráða og KSÍ V námskeið að auki 
Aðstoðarþjálfari meistaraflokks í Pepsi-deild karla, 1. deild karla og Pepsi-deild kvenna KSÍ B gráða 
Yfirþjálfari unglingastarfs í Pepsi-deild karla, 1. deild karla og Pepsi-deild kvenna KSÍ A gráða 
3. og 4. flokkur KSÍ B gráða 
5., 6., 7. og 8. flokkur og flokkar þar sem eingöngu er keppni í 7 manna liðum KSÍ II 
Aðstoðarþjálfarar sem ekki eru taldir upp annars staðar KSÍ II 
Aðstoðarþjálfarar í flokkum þar sem eingöngu er keppni í 7 manna liðum KSÍ I 

 

3.gr. Mat á þjálfaragráðum

3.1. KSÍ er aðili að þjálfarasáttmála UEFA og metur því UEFA A og UEFA B þjálfaragráður frá öllum löndum Evrópu til jafns við KSÍ A og KSÍ B gráðurnar.

4.gr. Endurmenntun

4.1. Þjálfarar með KSÍ A og KSÍ B þjálfaragráður þurfa að sækja sér endurmenntun, lágmark 15 tíma á 3 ára fresti til að viðhalda réttindunum sínum og skila inn staðfestingu því til sönnunar til fræðslustjóra KSÍ.
4.2. Fræðslunefnd KSÍ ákvarðar hvað telst gild endurmenntun til endurnýjunar á þjálfararéttindunum.

5.gr. Mat réttinda

5.1. Fræðslunefnd KSÍ metur hvaða réttindi nám/námskeið á Íslandi og erlendis veita og hvaða réttindi útlendingar hafa til þjálfunar á Íslandi.
5.2 Fræðslunefnd KSÍ getur veitt I.-II. stigs þjálfararéttindi þeim sem hafa knattspyrnuferil að baki.

6.gr. Undanþágur

6.1. Fræðslunefnd KSÍ er heimilt að veita undanþágu frá ákvæðum í reglugerð þessari ef veigamiklar og sérstakar ástæður liggja að baki. Slíkar undanþágur skal þó alltaf bera undir stjórn KSÍ til samþykktar.

7.gr. Gildistaka

7.1. Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. grein laga KSÍ og öðlast þegar gildi nema grein 2.1. sem tekur gildi þann 1. nóvember 2010 en þar til gildir grein 2.1. í reglugerð KSÍ um menntun knattspyrnuþjálfara er samþykkt var af stjórn 23. apríl 2007. Við gildistöku hennar fellur úr gildi eldri reglugerð KSÍ um menntun knattspyrnuþjálfara.

Samþykkt af stjórn KSÍ 18. desember 2009

Greinargerð:

Fræðslunefnd gerir tillögu um breytingar á reglugerð KSÍ um menntun knattspyrnuþjálfara. Breytingarnar eru í meginatriðum þær að hlutverk aðalþjálfara er skilgreint nánar og gerðar eru kröfur um aukna menntun þjálfara í flestum eldri aldursflokkum. Helstu ástæður fyrir auknum kröfum eru þær að fyrri kröfur um menntun voru í sumum tilfellum ekki nægar að mati fræðslunefndar. Fjölmargir þjálfarar hafa lokið miklu þjálfaranámi hjá KSÍ og því þykir fræðslunefnd eðlilegt að setja markið örlítið hærra og auka kröfurnar um menntun. Að auki eru felld út tímabundin ákvæði í gömlu reglugerðinni. Frestað er gildistöku á þeim greinum sem lúta að auknum menntunarkröfum þjálfara (grein 2.1.) til 1.nóvember 2010 til að gefa aðildarfélögunum aðlögunarfrest.