Þátttökutilkynning Lengjubikarinn 2023

Hér að neðan eru upplýsingar um þátttökutilkynningu fyrir Lengjubikarinn 2023.  Frestur til að tilkynna þátttöku er til föstudagsins 4. nóvember.

Vinsamlegast athugið að til þess að þátttökutilkynningin teljist fullgild verður undirritað eintak af þátttökutilkynningunni að berast á skrifstofu KSÍ á netfangið: birkir@ksi.is

Heimild til þátttöku

Öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2022 og hyggja á keppni í meistaraflokki 2023 hafa heimild til að senda lið til keppni.

Þátttökugjöld

Þátttökugjald í mótið er kr. 30.000.- 

Keppnisfyrirkomulag

Reglugerð mótsins er á vef KSÍ: https://www.ksi.is/um-ksi/log-og-reglugerdir/reglugerdir/

Fyrirkomulag mótsins verður með svipuðum hætti og 2022.

Leikstaðir

Leikir Lengjubikarsins fara að mestu fram á heimavöllum félaga sem félögin sjálf leggja til og ekki er innheimt vallarleiga fyrir. Einnig verður leikið á öðrum völlum eftir þörfum. Reynt verður að hafa keppni í B- og C-deild svæðaskipta.

Utanferðir félaga og aðrir viðburðir

Mjög mikilvægt er að tilkynna mótanefnd um þá daga sem félagið getur ekki leikið vegna æfingaferða eða annarra viðburða. Ekki er hægt að ganga að því vísu að gerðar verði færslur á leikjum í úrslitakeppnum vegna æfingaferða félaga, þó það verði reynt.

Þátttökutilkynning